Liði Tindastóls spáð einu af toppsætunum

Áfram Tindastóll! MYND: HJALTI ÁRNA
Áfram Tindastóll! MYND: HJALTI ÁRNA

Stólastúlkur fóru af stað í 1. deild kvenna um liðna helgi en nú er komið að strákunum að spretta úr spori. Annað kvöld hefst keppni í Dominos-deild karla og af því tilefni blés KKÍ til blaðamannafundar í Laugardalshöll sl. föstudag.

Þar var meðal annars kynnt árleg spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Dominos-deildinni og reyndar einnig í 1. deild karla. Það er skemmst frá því að segja að Stjörnunni var spáð efsta sæti, hlutu 375 stig í kosningunni, en lið Tindastóls var spáð öðru sæti, fengu þremur stigum minna en Garðbæingarnir eða 372. Þá var Valsmönnum spáð góðu gengi.

Fjölmiðlar voru bjartsýnni á gengi Tindastóls og settu þeir Stólana í efsta sætið með 112 stig en Stjarnan fékk einu stigi minna. Keflvíkingum var spáð þriðja sæti og Valsmönnum fjórða.

Rétt er að taka fram að þetta er spáin fyrir deildarkepnnina, ekki úrsltiakeppnina.

Þá hafa spekingar Körfunnar.is sett fram sína spá og þar reikna menn með að Stjarnan verði deildarmeistari, Keflavík verði í öðru sæti og Tindastóll hafni í þriðja sæti en Valur í fjórða.

Linkur á frétt Vísis.is af fréttamannafundinum >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir