Linda Björk náði yfir 900 IAAF stigum

Aðventumót Ármanns var haldið í Laugardalshöll síðast liðinn laugardag. Mótið markar upphaf keppnistímabils í frjálsum og voru margir sem bættu sinni persónulega árangur á mótinu.

Linda Björk Valbjörnsdóttir úr UMSS náði yfir 900 IAAF stigum á mótinu en hún keppti í 60 metra hlaupi. Var hún verðlaunuð sérstaklega fyrir það, en hún varð í öðru sæti á tímanum 8,10 sek,  á eftir Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur úr ÍR.

Fleiri fréttir