Litlu-jólin í Húnavallaskóla

Mynd: Húnavallaskóli

Föstudaginn 19. desember ætla nemendur í Húnavallaskóla að halda Litlu-jólin.  Nemendur munu mæta í skólann klukkan 10:00 með skólabílum.

Skemmtiatriði hefjast klukkan 13:30 og eru foreldrar og nánustu ættingjar sem og aðrir velunnarar skólans velkomnir.  Heimkeyrsla fyrir 1.-5. bekk með skólabílum eða foreldrum að lokinni dagskrá, áætluð klukkan 16:00.

Diskótek fyrir 6.-10. bekk stendur til klukkan 21:00.

Kennsla hefst að loknu jólafríi þriðjudaginn 6. janúar.  Nemendur mæta í skólann þann dag klukkan 10:00.  Dagurinn verður að hluta nýttur til að ganga frá jólaskrauti og öðru sem viðkemur jólunum.

Fleiri fréttir