Lóuþrælar í vesturveg

Karlakórinn Lóuþrælar eru lagðir af stað í Vesturveg en fyrirhugað er að halda tónleika í Canada og Bandaríkjunum. Þar koma þeir til með að syngja á Íslendingadeginum í Mountain í Norður Dakota, á Íslendingadeginum í Gimli þann 2. ágúst og á fleiri stöðum.

Ferð Lóuþræla og fylgdarliðs mun standa frá miðvikudeginum 28. júlí til laugardagsins 7. ágúst. Hægt er að fylgjast með ferð kórsins því áætlað er að halda úti bloggsíðu meðan á dvöl hans stendur í henni Ameríku og er slóðin http://louthraelar.123.is/

Fleiri fréttir