Lóuþrælar syngja á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
15.04.2014
kl. 18.15
Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra verður með tónleika í Blönduóskirkju miðvikudaginn 16. april kl. 21:00. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari, Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari, Guðmundur Þorbergsson.
Aðgangseyrir kr. 3.000,- (enginn posi á staðnum) en frítt fyrir 14 ára og yngri. Í tilkynningu frá kórnum eru gestir hvattir til að koma og eiga ánægjulega kvöldstund.