Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga býður til fyrirlestrar næstkomandi sunnudag, 19. apríl, á Facebooksíðu USVH. Þar mun Erna Kristín Stefánsdóttir í #Ernulandi vera með fyrirlestur um jákvæða líkamsímynd.
Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra, verður aðgengilegur á Facebooksíðu USVH í þrjá sólarhirnga frá sunnudeginum.