Margt spennandi í Sæluviku
Guðrún Brynleifsdóttir kynnti stöðu mála varðandi undirbúning Sæluviku sem fram fer 1.-7.maí nk.á fundi menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar sem fram fór í gær. Mikill fjöldi spennandi viðburða verður í boði í Sæluviku þessa árs og gert er ráð fyrir því að fleiri viðburðir munu bætast við.
Meðal viðburða verður Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks, Ópera, fjöldi tónleika og Dægurlagakeppni svo eitthvað sé nefnt. Listunnendur ættu því að fara að leggja fyrir til að hafa efni á að njóta alls þess sem í boði verður.