Markmannsþjálfari landsliðsins skagfirskur

Íslenska landsliðið ásamt þjálfarateyminu. Fremst eru Ásmundur Haraldsson, Freyr Alexandersson og Skagfirðingurinn Ólafur Pétursson. Mynd: KSÍ.
Íslenska landsliðið ásamt þjálfarateyminu. Fremst eru Ásmundur Haraldsson, Freyr Alexandersson og Skagfirðingurinn Ólafur Pétursson. Mynd: KSÍ.

Við sögðum frá því í vikunni að marvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, væri með skagfirskt blóð í æðum. Nú höfum við fengið fregnir af fleirum Skagfirðingum sem tengjast liðinu því að í æðum Ólafs Péturssonar, markmannsþjálfara, rennur einnig skagfirskt gæðablóð.

Freyr Alexandersson er aðalþjálfari landsliðsins en Ólafur og Ásmundur Haraldsson eru honum til halds og trausts. Ólafur hefur sjálfur átt farsælan feril sem markmaður en hann hóf ferilinn í Keflavík þar sem hann er fæddur og uppalinn. Árin ´94 og ´95  lék hann með Þór á Akureyri en færði sig svo til Fram og síðar til Víkings. Leikferlinum lauk hann svo með Breiðabliki en þar hefur hann séð um markmannsþjálfun meistaraflokks karla og kvenna undanfarin ár ásamt því að sinna markmannsþjálfun yngri flokka félagsins. Þá á hann ófá leikina með landsliðum yngri flokka sem markmaður. Ólafur var í hópi þeirra sem fyrstir útskrifuðust með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ.

Og þá eru það tengslin við Skagafjörðinn en faðir Ólafs er Pétur Þórarinsson, fæddur og uppalinn á Ríp í Hegranesi. Hann flutti ungur til Keflavíkur og starfaði þar sem leigubílstjóri.

Tengd frétt:
Markmaður Íslands með skagfirskt blóð í æðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir