Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Spennuvirki rís í Varmahlíð.      Myndir: skagafjordur.is
Spennuvirki rís í Varmahlíð. Myndir: skagafjordur.is

Með hækkandi sól og betra tíðarfari er rétti tíminn til framkvæmda og Skagafjörður er þar engin undartekning. Mikið eru um framkvæmdir í firðinum þessa dagana og mikið að sjá fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með uppganginum.

Sauðárkrókslína 2 sprettur upp milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, tengivirki rísa á Sauðárkróki og í Varmahlíð, „en með Sauðárkrókslínu 2 eykst orkuöryggi þar sem flutningsgeta raforku til Sauðárkróks mun tvöfaldast“ segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Einnig eru framkvæmdir hafnar við viðbyggingu við Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi sem mun hýsa starfsemi leiksólans og kemur það til með að stórauka leikskólaaðstöðu á Hofsósi. Vinna er hafin við nýtt sorpmóttökusvæði í Varmahlíð og ekki má gleyma því að Sundlaug Sauðárkóks hefur fengið töluvert mikla yfirhalningu og mikið breyst þar til batnaðar. Er nú fyrsta áfanga breytinganna við laugina lokið og í haust stendur til að bjóða út næsta áfanga. /SHV

Látum myndirnar tala sínu máli:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir