Miklar rafmagnsframkvæmdir í Skagafirði

Yfirlitskort sem sýnir hvar settir verða niður nýir jarðstrengir til að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki og ljósmynd af nýlegri jarðstrengslögn frá aðveitustöðinni að gatnamótum við Borgargerði. Mynd af rarik.is.
Yfirlitskort sem sýnir hvar settir verða niður nýir jarðstrengir til að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki og ljósmynd af nýlegri jarðstrengslögn frá aðveitustöðinni að gatnamótum við Borgargerði. Mynd af rarik.is.

Byggingu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki, sem hófst haustið 2019 er að ljúka og er nú unnið að uppsetningu búnaðar í nýju stöðinni. Á heimasíðu RARIK kemur fram að með tilkomu stöðvarinnar verði hægt að tvöfalda orkuafhendingu á svæðinu því í stað einnar 66kV tengingar og eins 10MVA aflspennis í gömlu stöðinni verða tvær 66kV tengingar og tveir 20 MVA aflspennar í þeirri nýju.

Þá er hafin vinna við að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki með lagningu nýrra jarðstrengja og verða settir upp 11 kV rofar í nýju stöðinni sem tengir hana við bæjarkerfið.

Á rarik.is segir að nýja stöðin tengist bæði eldri línu Landsnets til Sauðárkróks og einnig nýjum 66 kV jarðstreng sem Landsnet hefur nýlega lagt. Allar þessar framkvæmdir fela í sér umtalsvert aukið afhendingaröryggi fyrir viðskiptavini RARIK á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir