Minnisvarði settur upp að Stöpum

Minnisvarði um Guðmund Bergþórsson, rímaskáld, hefur verið settur upp að Stöpum á Vatnsnesi. Guðmundur var uppi á árunum 1657-1705 og var eitt af mikilvirkustu rímnaskáldum allra tíma.
Guðmundur lamaðist á fótum á fjórða ári og visnaði á honum hægri höndin. Hann skrifaði því allt með vinstri hendinni. Það er Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur og kvæðamannafélagið Iðunn, ásamt styrkveitendum, sem kosta minnisvarðann. Vaskir félagar í Kvæðamannafélaginu Vatnsnesingi komu upp minnisvarðanum nú fyrr í vikunni, ásamt Steindóri Andersen, frá Kvæðamannafélaginu Iðunni, og Páli Guðmundssyni, listamanni frá Húsafelli, sem sá um gerð höggmyndarinnar.

Minnisvarðinn verður afhjúpaður, ásamt upplýsingaskilti, n.k. laugardag, 4. september, um kl. 17:00. Félagar Kvæðamannafélagsins Iðunnar koma á svæðið í sinni árlegu haustferð og verða viðstaddir afhjúpunina. Það má gera ráð fyrir því að eitthvað verði kveðið við athöfnina svo það væri ekki amalegt að staldra þar við á laugardaginn.

/Norðanátt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir