Mjólkursveinkar í Skúlabrautinni

Mynd: Húnahornið

Börn gera ýmislegt til að stytta sér stundirnar fram að jólum og er Nikola Dejan Djuric engin undantekning þar.

Nikola er í 2. bekk Grunnskólans á Blönduósi en hann hefur verið duglegur við að klippa út jólasveinana sem eru utan á mjólkurfernunum fyrir jólin. Nikola hefur klippt út um 1.200 sveinka og þegar fréttaritara Húnahornsins bar að garði var hann búinn að raða þannig að þeir mynduðu skemmtilegt mynstur á stofugólfinu.

Fleiri fréttir