Nægur lax í Laxá í Ásum
Í vef Morgunblaðsins í dag er spjallað við þá Höskuld Erlingsson og Arnar Agnarsson sem staddir eru við leiðsögn í Laxá í Ásum. Er haft eftir þeim að mikið af laxi hafi verið að ganga upp á ána síðustu daga.
Segja þeir engan skort á smálaxi þar, öfugt við ástandið víða í öðrum ám landsins þessa dagana. Söguðust þeir hafa orðið varir við nýgenginn smálax alveg upp að efsta veiðistað árinnar. Þar væri um að ræða 4-6 punda lax sem væri hefðbundinn smálax í ánni.
Vel á annað hundrað laxar eru komnir á land það sem af er árinu úr Laxá í Ásum. Samkvæmt veiðitölum angling.is sem uppfærðar voru sl. miðvikudag, 9. júlí, voru þá komnir 95 laxar úr Laxá á Ásum og var hún þá í 10. sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Vatnsdalsá var í 9. sæti með 125 laxa, miðfjarðará í því fjórða með 203 laxa og Blanda á toppnum með 615 laxa.