Námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja í Húnaþingi
Impra, Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við SSNV og Sveitarfélagið Skagaströnd og Blönduósbæ hyggst bjóða upp á hagnýtt námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja þar sem þátttakendur vinna með eigin hugmyndir eða fyrirtæki. Kynningarfundur verður haldinn um námskeiðið í Bjarmanesi miðvikudaginn 22. september kl. 14:30.
Námskeiðið sem nefnist Sóknarbraut er námskeið um rekstur fyrirtækja þar sem áhersla er lögð á markaðssetningu, stjórnun og fjármál og er markmiðið að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar.
Kennslan fer fram á fræðilegum og faglegum grunni og á námstímanum vinna þátttakendur að ákveðnu verkefni sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd. Sjá nánar HÉR.
Fyrirhugað er að hafa tvo hópa, náist nægilegur fjöldi þátttakenda, og kennt verður á miðvikudögum:
- Blönduós – frá 09:00-13:00
- Hvammstangi- frá 14:00-18:00
Þrír kynningarfundir um Sóknarbraut verða haldnir miðvikudaginn 22. september á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga eftir því sem hér segir:
- Potturinn og pannan á Blönduósi kl. 12:00
- Bjarmanes á Skagaströnd kl. 14:30
- Hlaðan Kaffihús á Hvammstanga kl. 17:00
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.