Nekt skal hulin!

Veðurspámaðurinn á skýlunni góðu. Myndir: Róbert Daníel Jónsson.
Veðurspámaðurinn á skýlunni góðu. Myndir: Róbert Daníel Jónsson.

Eins og kunnugt er hefur skapast mikil umræða í þjóðfélaginu undanfarið um listaverk Seðlabankans og þá umdeildu ákvörðun að fjarlægja málverk af berbrjósta konu af veggjum bankans. Margir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum.

Á Blönduóstorgi stendur afsteypa af listaverki Ásmundar Sveinssonar, Veðurspámanninum, þar sem hann stendur nakinn og gáir til veðurs. Einhver sómakær Blönduósingur hefur talið ástæðu til að fara að dæmi Seðlabankamanna og klætt spámanninn í Speedo ullarskýlu sem sagt er að líkist mjög frægri sundskýlu fyrrverandi íbúa staðarins. „Það er ljóst að í Prjónabænum Blönduósi líðst ekki lengur að menn standi á tippinu og líti til veðurs. Nekt skal hulin,“ segir á fréttavefnum Húni.is.

Fleiri fréttir