Njótið dagsins því svo fer að rigna

Eftir sumarauka síðustu viku gerir spáin ráð fyrir að hann fari að snúa sér í norðlægar áttir og rigningu. Dagurinn í dag verður hins vegar góður. Gert er ráð fyrir fremur hægri suðaustlægri átt og þurrt að mestu í dag.

Hæg norðaustlæg átt á morgun og sums staðar þokusúld. Hiti 8 til 15 stig. Á sunnudag og fram eftir næstu viku á hins vegar að vera norðanátt og rigning og því er um að gera að njóta veðurblíðunnar í dag og á morgun en fara eftir það að grafa eftir regnfötunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir