Nú er sumar, gleðjumst gumar!

Veðurstofan gerir ráð fyrir góðu veðri fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og næstu daga og hljóðar spáin á þessa leið. Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu, en sums staðar þokuloft, einkum í nótt. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt. Léttskýjað að mestu, en sums staðar þokuloft úti við ströndina, einkum vestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og dálítil súld á vestantil, bjartviðri um landið austanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil, en mun hægari um landið norðaustanvert og bjartviðri. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á sunnudag og mánudag:
Suðvestlæg átt og víða súld eða dálítil rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Milt í veðri.

Spá gerð: 19.07.2010 20:39. Gildir til: 26.07.2010 12:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir