Nýr leikmaður gengur til liðs við Tindastól
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Tikeyiah Johnson um að hún leiki með félaginu út þetta tímabil. Að sögn Stefáns Jónssonar formanns körfuknattleiksdeildarinnar er Tikeyiah 23 ára bakvörður sem lék með Robert Morris University á síðasta tímabili. Á tímabilinu 2012-2013 lék hún með með Arkansans University.
Stefán segir Tikeyiah hafa leikið um 37 mínútur að meðaltali í leik með Robert Morris og var að skora um 19 stig í leik.
„Telur stjórn körfuknattleiksdeildar að Tikeyiah sé sá leikmaður sem getur bætt lið Tindastóls verulega og hjálpað til í uppbyggingunni sem er í gangi í Skagafirðinum,“ segir Stefán í lokin.
http://youtu.be/udzYkna4-kk