Nýr viðskiptavefur hjá SKVH

Breytingar hafa verið gerðar hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga fyrir komandi sláturtíð. Í stað þess að senda út vigtarseðla og afreikninga hefur nýr viðskiptavefur verið settur upp þar sem innleggjendur og aðrir viðskiptamenn sláturhússins geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og nálgast öll sín gögn þar.

Í tilkynningu segir að viðskiptavefurinn sé einstaklega einfaldur og þægilegur í notkun og birtast vigtarseðlar, afreikninga og reikningar strax inn á honum eftir að þeir hafi verið bókaðir. Sláturhúsið muni að sjálfsögðu koma til móts við þá sem treysta sér ekki í að nota viðskiptavefinn og senda í tölvupósti eða bréfpósti til viðkomandi.

Nánaru upplýsingar og leiðbeiningar um notkun viðskiptavefsins má finna á vef sláturhússins www.skvh.is.

/huni.is

Fleiri fréttir