Ófært er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi

Á Norðurlandi eru vegir auðir vestan Blönduóss en þar fyrir austan er víðast hvar vetrarfærð, hálkublettir, hálka eða snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hálkublettir og éljagangur er á Vatnsskarði. Ófært er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Norðaustan 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og slydda eða snjókoma, hvassast við sjávarsíðuna. Hiti kringum frostmark. Dregur talsvert úr vindi og ofankomu síðdegis, en austan 8-13 á morgun, úrkomulítið og hlýnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Austan 8-13 m/s norðantil, en vestan 8-13 allra syðst. Slydda eða snjókoma víða um land og hiti kringum frostmark, en heldur hlýrra og rigning með A-ströndinni.

Á miðvikudag:

Suðvestan hvassviðri og slydda eða rigning sunnantil á landinu og hiti 0 til 5 stig. Annars hægari vindur, úrkomulítið og vægt frost.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Útlit fyrir stífa suðvestlæga átt með éljum sunnan- og vestantil á landinu. Hægari og þurrt og bjart að mestu norðaustantil. Kólnandi veður.

Fleiri fréttir