Ólafur rekur tjaldstæðið
Byggðaráð Húnaþings vestra ákvað á fundi sínum í vikunni að fela sveitastjóra að ganga til viðræðna við Ólaf H Guðmundsso um rekstur tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi.
Sóttist Ólafur eftir því að taka reksturinn yfir eftir að sveitarfélagið hafði auglýst eftir rekstraraðila.
