Opið hús á Flötinni

Golfklúbbur Sauðárkróks verður með opið hús fyrir alla á Flötinni – inniaðstöðu klúbbsins á Borgarflöt – á morgun, laugardaginn 15. nóvember, milli kl. 13 og 16. Golfhermirinn verður opinn fyrir fólk að prófa og einnig  verður kennt á hann og eins hvernig hægt er að bóka tíma í hann.

„Þá verður líka hægt að slá í net, vippa og pútta. Allir sem mæta verður boðið að taka þátt í púttmóti.  Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að kíkja við og kynna sér þessa frábæru aðstöðu,“ segir í fréttatilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks.

Fleiri fréttir