Opið hús - Unglingalandsmót UMFÍ
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
16.07.2014
kl. 09.27
Næstkomandi föstudag verður opið hús fyrir heimamenn, gesti og velunnara ungmennafélagshreyfingarinnar.
Nú styttist í Unglingalandsmót og UMFÍ vill gjarnan kynna keppnisdagskrá og afþreyingardagskrá fyrir heimamönnum og gestum þeirra.
Svo skemmtilega vill til að skrifstofa UMFÍ er 10 ára á sama tíma og því fögnum við afmælinu sama dag.
Endilega komið við á Víðigrund 5 á föstudaginn milli 15:00-17:00.
Heitt á könnunni, andlitsmálning og útileikir fyrir börnin.
Velkomin/n!
/Fréttatilk.