Ostanámskeið í Laxasetri

Í tilkynningu frá Laxasetri segir: Laxasetrið elskar allt gúmmelaði og ætlar því að bjóða upp á Ostanámskeið laugardaginn 24. maí næstkomandi klukkan 16-18. Boðið verður upp á létta máltíð, 8 osta ásamt meðlæti. Verð 5.800 kr/mann.

Elskar þú osta? Auðvitað. Langar þig að vita meira um þá? Til dæmis úr hverju ostur er gerður? Hvernig ostur er búinn til? Hvernig á að flokka osta?

Hvað er þá betra en að njóta gæðastundar með skólastýru Ostaskólans sem leiðir okkur í gegnum ostasmakk um leið og hún fræðir okkur um sögu osta og þróun ostamenningar í mismunandi löndum. Hún kennir okkur til dæmis að þekkja muninn á ystingi og hvítmyglu, og muninn á kúa-, kinda- og geitaosti.

Skráning fer fram í síma 778-4511 eða í gegnum tölvupóstinn thora@laxasetur.is.

Fréttatilkynning

Fleiri fréttir