Óveður á Vatnsskarði

Norðaustan 10-18 er á Ströndum og Norðurland vestra, hvassast á annesjum og él. Hiti 1 til 4 stig, en um frostmark síðdegis. Úrkominna á morgun og frost 1 til 5 stig.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum en víðast greiðfært á láglendi. Hálkublettir og óveður er á Vatnsskarði en hálka og snjókoma á Öxnadalsheiði. Snjóþekja og óveður er á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir og éljagangur er á Þverárfjalli.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Austan og norðaustan 5-13 m/s, en hvassast við A- og S-ströndina. Él austantil á landinu, en á stöku stað með norður- og suðurströndinni, léttskýjað SV-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast á norðanverðu landinu.

Á mánudag:

Austlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil él, en bjart suðvestantil á landinu. Áfram frost um allt land, en um frostmark syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Fremur hæg norðaustlæg átt og dálítil él norðanlands, skýjað NV-lands, en annars léttskýjað að mestu. Frost 0 til 8 stig, en um frostmark við A- og S-ströndina.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir austanátt og rigningu með köflum. Hiti 1 til 6 stig.

Fleiri fréttir