Pardus vígir nýjan júdóvöll
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
06.11.2014
kl. 09.04
Júdófélagið Pardus verður með kynningu á íþróttinni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi nk. sunnudag, þann 9. nóvember. Samhliða kynningunni verður vígður nýr júdóvöllur sem félagið hefur fest kaup á. Gestaþjálfari verður Bjarni Friðriksson, júdókappi og Ólympíufari, einnig er von á fleiri góðum gestum samkvæmt Húna.is.
Æfingar fyrir alla aldurshópa hefjast kl. 13:00 en fyrir eldri flokkinn (11 ára og eldri) hefjast æfingar kl. 15:00. Eftir æfingarnar verður boðið upp á hressingu fyrir alla. „Stelpur eru sérstaklega hvattar til að mæta og kynna sér íþróttina,“ segir á Húna.is.