Pardusfélagar standa sig vel á Afmælismóti JSÍ

Kapparnir í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi stóðu sig með prýði á Afmælismóti JSÍ í yngri aldursflokkum, þ.e. U13, U15, U18 og U21 árs, sem fór fram í Reykjavík um helgina. Keppendur á mótinu voru 63 talsins frá níu félögum, þar af átta frá Pardusi.

„Í tölfræðinni yfir bestan árangur gerði yngsta Júdófélag landsins, Pardus á Blönduósi, sér lítið fyrir og skutu sér fram fyrir eldri og reyndari klúbba en þeir urðu í öðru sæti á eftir JR. Þessum árangri náðu þeir þrátt fyrir að hafa verið á löngu ferðalagi fyrir keppnina en þeir lögðu af stað frá Blönduósi kl. 5 í morgun og voru mættir til leiks kl. 9,“ segir í frétt um mótið á Júdó.is.

Árangur Pardusa var eftirfarandi:

  • Björn Jónsson 1. sæti í Drengir U13 -55
  • Helgi Heiðarr Sigurðarson 1. sæti í Drengir U13 -60
  • Daníel Heiðarsson 1. sæti í Drengir U15 -55
  • Viktor Heiðarsson 1. sæti í Dr. U18 -55
  • Benedikt Þór Magnússon 2. sæti í Drengir U13-30
  • Leon Paul Suska 2. sæti í Drengir U18 -66
  • Hlíðar Örn Steinunnarson 3. sæti í Drengir U13 -38
  • Frímann Hilmarsson 3. sæti í Drengir U18 -73

Fleiri fréttir