Pecha Kucha Listamannaspjalli frestað
Pecha Kucha Listamannaspjall sem halda átti í dag hefur verið frestað vegna veikinda. Til stóð að halda spjallið í húsnæði Nes listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 kl. 18:00 – 20:00 í kvöld.
Pecha Kucha er japanska og þýðist lauslega yfir á íslensku sem „létt spjall“ (eða chit chat eins og það kallast á ensku). Þá halda nokkrir einstaklingar kynningu, hver sýnir 20 skyggnur, 20 sekúndur hverja skyggnu (6 mínútur og 40 sekúndur í heild). Fyrir vikið er farið fremur hratt yfir efnið en úr verður létt og að sama skapi hnitmiðað spjall.
Til fróðleiks þá hófst Pecha Kucha í Tokyo 2003 en samkvæmt Wikipediu var það hugmyndasmíði Klein Dytham Arkitekta. Í dag hefur viðburðurinn verið haldinn í yfir 165 borgum víðsvegar um heiminn.
Uppfært 12:02:
Listamannaspjalli hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda.