Poppmessa í kvöld
Í kvöld kl. 20:30 verður haldinn poppmessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Dagskráin verður létt og skemmtileg með fjölbreyttri tónlist.
Kirkjukórinn syngur og einsöngvararnir Halldór G. Ólafsson og Sigríur Stefánsdóttir syngja einsöng sem og sóknarpresturinn sjálfur.
Á dagskrá eru m.a. lög eftir Eric Clapton, Simon og Garfunkel og Geirmund Valtýsson svo einhverjir séu nefndir. Tónlistarstjórn er í höndum Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
