Prjónakaffi í Kvennaskólanum

Prjónakaffi verður í Kvennaskólanum á BLönduósi á morgun miðvikudag  kl. 20. Boðið verður upp á kynningu á ýmsum áhugaverðum prjónaaðferðum, s.s. að prjóna tvær ermar samtímis á einn langan hringprjón.

Þá verða sýnd ýmis skemmtileg uppfit og affellingar og einnig verður tíglaprjón kennt ásamt mörgu öðru. Gestir eru hvattir til að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Leiðbeinendur verða Ásdís Birgisdóttir textílhönnuður og Jóhanna Pálmadóttir handavinnukennari.

Prjónakaffið í febrúar verður fimmtudaginn 11. febrúar. Kompan - föndurverslun á Sauðárkróki kynnir vöru sína og þjónustu.

Prjónakaffið í Kvennaskólanum Blönduósi sem hóf göngu sína 12 nóvember sl. hefur verið afar vel sótt.

Fleiri fréttir