Ráðuneytisheimsókn í Byggðasafnið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.06.2014
kl. 12.53
Miðvikudaginn 18. júní síðastliðinn sóttu rúmlega 100 manns frá hinum ýmsu þjóðum Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, þegar þangað komu þrjár rútur með gesti á vegum utanríkisráðuneytisins.
Á vef Norðanáttar kemur fram að gestunum hafi verið boðið upp á rammíslenskar veitingar áður en þeir héldu yfir í Ófeigsskála og hlýddu á Sigríði Bachmann segja aðeins frá því hvað safnið hefur upp á að bjóða. Því næst beindist athyglin að Jóhannesi R. Jóhannessyni og Lofti Guðjónssyni frá Kvæðamannafélaginu Vatnsnesingi, en þeir höfðu komið sér fyrir í Ófeigi sjálfum og fluttu þar tvær stemmur.
Myndir frá heimsókninni er að finna inni á vef Norðanáttar.