Rafmagnslaust í Hrútafirði

Rafmagnslaust hefur verið á Borðeyri og í Hrútafirði síðan klukkan tíu í gærkvöldi síðan klukkan tíu í gærkvöldi. Orkubú Vestfjarða hefur unnið að viðgerðum í nótt og má búast við að rafmagnið verði komið á aftur um hádegi. RÚV greindi frá þessu.

Rafmagnsleysið má rekja til þess að aðalrofar í spennistöð á Borðeyri brunnu yfir. Flytja þarf  nýja rofa frá Bolungarvík og er búist við að viðgerð ljúki um hádegi í dag.

Feykir hafði samband við Staðarskála og fékk þær upplýsingar að rafmagnsleysið væri aðeins í vestanverðum Hrútafirði, það er fyrrum Bæjarhreppi frá Hrútatungu norður í Skálholtsvík og hefði sem að líkum lætur ollið miklum óþægindum þar.

Fleiri fréttir