Réttað í Miðfirði
Fyrstu réttir haustsins fóru fram um helgina í blíðskaparveðri og var m.a. réttað í Miðfjarðarrétt. Ágætlega er talið hafa smalast af heiðinni og má gera ráð fyrir að fullorðin hross hafi verið rúmlega 300 stykki en ekki er vitað um hve margt sauðfé skilaði sér en það skiptir þúsundum samkvæmt upplýsingum réttarstjóra.
Helgi Pálsson á Heggstöðum er núverandi réttarstjóri í Miðfirði en hann hefur gegnt því hlutverki allt frá árinu 1992 en hann tók við af Birni Einarssyni frá Bessastöðum.
Kaffisala hefur verið í allmörg ár við Miðfjarðarrétt á vegum Kvenfélagsins Iðju í Miðfirði. Þar er á borðum allskonar veitingar, allt frá brauði og smjeri upp í myndarlegustu hnallþórur.
/Norðanátt.is
Fleiri myndir úr réttunum má sjá á Húnaþingsblogginu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.