Rigning eða þokusúld á Norðurlandi vestra

Suðvestan 3-8 m/s og rigning eða þokusúld er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en 8-13 og skúrir með kvöldinu. Hægari og léttir til á morgun. Hiti 7 til 12 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Gengur í suðaustan hvassviðri með rigningu, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:

Snýst í suðvestan 5-13 m/s með rigningu og síðar skúrum, en styttir að mestu upp austanlands um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart að mestu fyrir austan. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir austlæga átt með rigningu, einkum sunnantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.

Fleiri fréttir