Safetravel dagurinn í áttunda sinn

Guðrún Björnsdóttir og Anna Freyja Vilhjálmsdóttir spjölluðu við fólk í KS á Hofsósi og afhentu poka með fræðsluefni og heilræðum. Mynd:FE
Guðrún Björnsdóttir og Anna Freyja Vilhjálmsdóttir spjölluðu við fólk í KS á Hofsósi og afhentu poka með fræðsluefni og heilræðum. Mynd:FE

Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg stóð fyrir Safetravel deginum í átt­unda sinn síðastliðinn föstudag. Safetravel dagurinn er haldinn í því skyni að vekja at­hygli á um­ferðarör­yggi og standa slysavarna- og björgunarsveitir vaktina og spjalla við öku­menn víðsvegar um landið um ábyrgan akstur.

Að þessu sinni dreifðust liðsmenn sveit­anna á 66 fjöl­farna staði á land­inu og spjölluðu við fólk á ferðinni um góða ferðahegðun, s.s. um umferðarhraða og hættuna sem fylgir notkun síma við stýrið,  jafnframt því sem þeir afhentu poka sem innihélt ýmiss konar fræðslu­efni og heilræði.

Félagar úr Slysavarnadeildinni Hörpu á Hofsósi létu ekki sitt eftir liggja og hittu fyrir ferðamenn sem lögðu leið sína um þorpið en þar var mikil umferð í tengslum við bæjarhátíðina Hofsós heim.

Þetta er í áttunda sinn sem Sa­fetra­vel dag­ur­inn er haldinn en hann markar einnig upp­haf há­lendis­vakt­ar­innar sem björg­un­ar­sveit­irnar starf­rækja á hverju sumri. Þá eru liðsmenn björgunarsveitanna til taks á há­lend­inu vegna leitar- og björg­un­araðgerða sem styttir viðbragðstíma ásamt því að veita ferðalöngum leiðbein­ingar og fræðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir