Sandspyrnu frestað vegna veðurs

Sandspyrnunni, sem vera átti á Garðssandi á morgun, laugardag, hefur verið frestað vegna veðurs og vætu. Reiknað er með að hún geti farið fram á sunnudaginn í staðinn.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Bílaklúbbs Skagafjarðar, þar sem nánari upplýsingar er að finna.

 

Fleiri fréttir