Síðasti leikur mfl. kvenna í dag

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik tekur á móti Þór Ak í Síkinu í dag kl. 14:00. Þetta síðast leikur tímabilsins hjá stelpunum en þær hafa staðið sig mjög vel í vetur og með sigri í leiknum geta þær tryggt sér þriðja sæti deildarinnar samkvæmt heimasíðu Tindastóls.

Allir eru hvattir til að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar til dáða. Að leik loknum fara stelpurnar að leggja lokahönd á undirbúning konukvöldsins sem haldið verður til styrktar körfuknattleiksdeildinni um kvöldið. „Og við hvetjum að sjálfsögðu sem flestar konur/stelpur til að mæta,“ segir á heimasíðunni.

Fleiri fréttir