Sif verður fargað
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2010
kl. 14.21
Kauptilboð sem gert hafði verið í mb. Sif sem legið hefur í Hvammstangahöfn hefur gengið til baka og því hefur sveitastjórn Húnaþings vestra óskað eftir tilboði frá Hringrás hf. í förgun bátsins.
Báturinn hefur legið lengi við höfn á Hvammstanga og hafa verið skiptar skoðanir á hvað gera skyldi við fleygið en nú hefur sem sagt verið tekin ákvörðun um förgun bátsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.