Sigur gegn Haukastúlkum í gær
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.08.2014
kl. 11.17
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hauka á Sauðárkróksvelli í gærdag. Markalaust var í hálfleik en Hrafnhildur Björnsdóttir kom Tindastólsstúlkum yfir með marki á 47. mínútu.
Ólína Sif Einarsdóttir bætti svo við öðru marki fyrir Tindastól á 67. mínútu. Kristján Guðberg Sveinsson þjálfari Haukastúlkna fékk svo að líta rauða spjaldið á 75. mínútu og var sendur upp í stúku. Lokatölur 2-0 fyrir Tindastólsstúlkum.
Tindastólsstúlkur eru nú 5. sæti riðilsins með 18 stig eftir 14 leiki. Haukar eru í 4. sæti með 20 stig eftir 15 leiki.
Næsti leikur hjá Tindastól er föstudaginn 22. ágúst, en þá taka stelpurnar á móti liði BÍ/Bolungarvíkur á Sauðárkróksvelli kl. 18:30.