Sjálfboðaliðar fyrir ULM

Nú styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Til að halda slíkt mót þarf gríðarlegan fjölda sjálfboðaliða og er nú leitað til íbúa um að taka að sér störf við mótið.

Um er að ræða alls konar störf, við íþróttagreinarnar, í upplýsingamiðstöð, í mötuneyti starfsfólks, við verðlauna utanumhald og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar geta valið sinn „vinnutíma“ eins og hverjum og einum hentar.

Þeir sem vilja taka þátt og skrá sig sem sjálfboðaliða geta haft samband við Línu í síma 893 5349 eða á netfangið haukurfreyr@simnet.is.

Fleiri fréttir