Sjö hlutu umhverfisviðurkenningar Svf. Skagafjarðar

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 voru afhent í tíunda sinn í Húsi frítímans í gær. Að þessu sinni fengu sjö viðurkenningar en Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar stendur að framkvæmdinni fyrir hönd sveitarfélagsins.

„Þetta er 10 árið sem Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sér um að velja þá staði sem hljóta umhverfisviðurkenningu Sveitarfélagins. Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að á þessum 10 árum hefur margt breyst til hins betra í umgengni í Skagafirði og við sjáum alltaf eitthvað nýtt á ferðum okkar um fjörðinn sem hefur breyst til batnaðar,“ sagði Kristjana Jónsdóttir formaður fjáröflunarnefndar Soroptimistaklúbbsins við afhendinguna. 56 staðir hafa fengið viðurkenningu og bættust sjö í þann hóp í gær.

Fram kom að fyrirkomulagið hefur verið með svipuðu sniði öll þessi ár þ.e. að sex hópar skipta með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum í suðri og til norðurs að Hrauni á Skaga. Farið er um sveitir og þéttbýli tvisvar sinnum yfir sumarið og að lokum skila hóparnir tillögum um þá staði sem valið stendur um hverju sinni.

Eftirfarandi fengu umhverfisviðurkenningar Svf. Skagafjarðar 2014:

1Birkihlid11 2Holavegur14 3Hof 4Einholt 5Hlidarkaup 6Arsalir Jon OsmannLóð í þéttbýli

Að þessu sinni eru veittar tvær viðurkenningar fyrir lóð í þéttbýli, þ.e. Hólavegur 14, þar búa Erla Halldórsdóttir og Jón Alexandersson, og Birkihlíð 11, en þar búa Eygló Jónsdóttir og Bragi Haraldsson.

„Báðar þessar lóðir eru einstaklega fallegar og snyrtilegar og hafa verið það um árabil.  Augljóst er að eigendur þeirra hafa nostrað við hús og gróður af mikilli kostgæfni.  Það sem kom fram í umsögnum um báðar þessar lóðir var að þær væru til fyrirmyndar hvort sem væri yfir sumar- eða vetrartímann og jólabúningur þeirra augnayndi,“ kom fram um þessar fyrirmyndar lóðir.

Sveitabýli með búskap

Sveitabýlið Hof á Höfðaströnd varð fyrir valinu en þar búa þau Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur ásamt fjölskyldu.  „Á Hofi er rekið stórt og myndarlegt hrossaræktarbú.  Á síðastliðnum 10 árum hafa þau Lilja og Baltasar reist nýjar byggingar og gert upp hús og umhverfi þeirra sem fyrir voru á jörðinni.  Hvert sem litið er á Hofi er snyrtimennskan í fyrirrúmi og hlutunum haganlega fyrirkomið,“ var sagt um Hof.

Sveitabýli án búskapar

Einholt Viðvíkursveit fékk viðurkenningu í þeim flokki, þar búa hjónin Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson.  „Einholt er nýbýli  í Viðvíkursveitinni en þangað fluttu þau hjón fyrir um 14 árum.  Íbúðarhús er snoturt og  umhverfis það er mikill og fjölbreyttur gróður sem myndar fallega og skjólgóða umgjörð bæði fyrir fólk og hesta, sem eru áhugamál þeirra hjóna.“

Fyrirtæki

Verslunin Hlíðarkaup var fékk umhverfisviðurkenningu að þessu sinni en það hefur verið starfrækt í um 23 ár og er í eigu Ásgeirs Einarssonar og systkina hans.  „Á þessum 23 árum hefur verslunin verið að stækka jafnt og þétt en ávallt er passað upp á það að lóð og umhverfi verslunarinnar sér hreint og snyrtilegt allan ársins hring.  Fyrir nokkrum árum var lóð fyrirtækisins afmörkuð með veggjum og gróðri sem nú mynda fallega umgjörð  um fyrirtækið.“

Opinber stofnun

Eldra stig Leikskólans Ársala, við Árkíl, varð fyrir valinu í flokki opinberra stofnana. „Leikskólinn við Árkíl var tekinn í notkun í ágúst 2010.  Byggingin er myndarleg og snyrtileg og leiksvæði skólans er skemmtilega útfært með leik barna í fyrirrúmi þar sem meðal annars má finna matjutagarð sem börnin sjá um.  Umgengni húss og lóðar er til fyrirmyndar, sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er vinnustaður um 100 barna og starfsmanna allan ársins hring.“

Einstakt framtak

Minnisvarðinn um Jón Ósmann, sem staðsettur er við Furðustrandir, var fékk viðurkenninguna fyrir einstakt framtak en minnisvarðinn var vígður árið 2009 til minningar um ferjumanninn Jón Ósmann.  „Hvatamenn að gerð styttunnar voru þeir Sveinn Guðmundsson, Stefán Guðmundsson, Sigurður Haraldsson, Hjalti Pálsson og Árni Ragnarsson.  Áningarstaðurinn við styttuna er að verða eitt af kennileitunum í Skagafirði og svæðið einstakur útsýnisstaður sem margir stoppa á, allan ársins hring.  Eftir að styttan var reist var hún ánöfnuð Sveitarfélaginu til eignar og varðveislu.

Viðurkenningin nú er veitt er fyrir þetta góða framtak hvatamannanna og valið á staðsetningu styttunnar sem býður okkur að njóta útsýnis og umhverfis Skagafjarðar, hvort sem er inn eða út fjörðinn,“ var loks sagt um þetta einstaka framtak öllum íbúum og gestum fjarðarins til góða.

Að þessu sinni var ekki veitt viðurkenning fyrir götu í þéttbýli.

Hér má sjá lista yfir þá sem hafa fengið Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins á árunum 2005 -2014.

Umhverfisviðurkenningar Svf. Skagafjarðar 2005 - 2014
Fallegasta lóðin í þéttbýli Fallegasta gatan Myndarlegasta sveitarbýlið með hefðbundnum búskap Myndarlegasta sveitarbýlið án hefðbundins búskapar Snyrtilegasta umhverfi við opinbera stofnun Snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis Einstakt framtak
2005 Suðurgata 20, Skr. Brekkutún, Skr. Keldudalur Byggðasafnið Glaumbæ Lónkot Eyjan við Reiðhöllina Svaðastaði
2006 Hólatún 7, Skr. Brennihlíð, Skr. Syðri Hofdalir Brennigerði Golfklúbbur Sauðárkróks Vesturfara- setrið
2007 Úthlíð, Vhl. Ártún, Skr. Daufá Engihlíð Óslandshlíð Hólar í Hjaltadal Hótel Tindastóll
2008 Ártún 15, Skr. Hólatún, Skr. Hamar Kimbastaðir Víðimýrar- kirkja Listasmiðjan Bær
2009 Birkihlíð 33, Skr. Drekahlíð, Skr. Útvík Melar Hjaltadal Sauðárkróks- kirkja og safn- aðarheimilið Fisk Seafood Reykir Reykja- strönd
2010 Háahlíð 12, Skr. Eskihlíð, Skr. Deplar Kýrholt Bakkaflöt
2011 Brekkutún 5, Skr. Páfastaðir Tröð Vegagerðin, Skr. Vindheima- melar Fosslaug við Reykjafoss
2012 Austurgata 14, Hofsósi Laugavegur, Vhl. Brúnastaðir Kvistholt Fjölbrauta- skóli Norður- lands vestra Kaffi Krókur Stóragerði
2013 Skagf.braut 11, Skr. Smáragrund, Skr. Syðra-Skörðugil Lindabær Heilbr.stofnunin Skr. Sauðárkróks- bakarí Skotfélagið Ósmann
2014 Hólavegur 14 og Birkihlíð 11, Sauðárkróki Hof á Höfðaströnd Einholt í Viðvíkursveit Leikskólinn Ársalir - eldra stig Hlíðarkaup Minnisvarði um Jón Ósmann

 

Fleiri fréttir