Skagfirðingar fyrirferðamiklir á Stórmóti Hrings

Verðlaunahafar í fimmgangi meistara, Þórarinn Eymundsson, Magnús Bragi Magnússon, Bjarni Jónasson, Vignir Sigurðsson og Mette Mannseth. Mynd af Eiðfaxa.is.
Verðlaunahafar í fimmgangi meistara, Þórarinn Eymundsson, Magnús Bragi Magnússon, Bjarni Jónasson, Vignir Sigurðsson og Mette Mannseth. Mynd af Eiðfaxa.is.

Stórmót Hrings fór fram um helgina á Hringholtsvelli á Dalvík og segir á Eiðfaxa.is að þátttaka hafi verið góð í mótinu eins og á flestum mótum norðan heiða í sumar. Margir knapar náðu góðum árangri, ekki síst af Norðurlandi vestra, en keppt var bæði í fullorðins- og yngri flokkum.

Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum í Húnaþingi runnu skeiðbrautina fljótust allra í 100 metra skeiði og uppskáru fyrsta sætið.

Mette Mannseth sigraði í gæðingaskeiði á Vivaldi frá Torfunesi en einkunn þeirra var 8,04. 

Feðginin Þórarinn Eymundsson og Þórgunnur Þórarinsdóttur á Sauðárkróki voru meðal þátttakenda og gerðu gott mót. Þórgunnur vann til þrennra gullverðlauna en hún stóð efst í tölti og fjórgangi unglinga og fimmgangi í 2. flokki. Þórarinn stóð efstur í fimmgangi meistara á Vegi frá Kagaðarhóli en þeir hlutu 7,57 í einkunn í úrslitum. Þá varð hann efstur í forkeppni í tölti en mætti ekki með Veg í þau úrslit heldur lét fimmgangsúrslit duga. Þá var Gullbrá frá Lóni fljótust í 150 metra skeiði með Þórarinn á baki á 15,16 sekúndum.

Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, frá Varmalandi í Skagafirði, og Jónas frá Litla-Dal stóðu efst í úrslitum í tölti T1 meistaraflokki með glæsilega einkunn 7,44.

Finnbogi Bjarnason á Sauðárkróki og Úlfhildur frá Strönd stóðu efst í slaktaumatölti með 7,04 í einkunn í úrslitum. Rósanna Valdimarsdóttir, Fitjum í Lýdó, hlaut efsta sætið í tölti T3 2. flokki á Spræk frá Fitjum með einkunnina 6,83, en þau urðu einnig sigurvegarar í fjórgangi 2. flokki.

Þess má geta til gamans að Skagfirðingarnir röðuðu sér oftar en ekki í efstu sæti hvers flokks fyrir sig.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir