Skagstrendingar á ball í Borgarnesi

Nemendur í 8. - 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd lögðu land undir fót og skelltu sér í Borgarnes fyrir helgi til þess að fara á árlegt æskulýðs- og forvarnarball í tilefni af forvarnardeginum. Var ferðin farin á vegum félagsmiðstöðvarinnar en Tómstunda- og menningamálanefnd Skagastrandar borgaði ferðina.

Á föstudag fengu svo nemendur 9. bekkjar heimsókn frá starfsmanni ÍSÍ sem fræddi þá um skaðsemi fíkniefna, kynnti þeim starfsemi sína, sagði frá ratleik forvarnardagsins og fleira.

Upplýsingar og fróðleik um forvarnardaginn má finna á heimasíðuinni www.forvarnardagur.is

Fleiri fréttir