Skíða- og brettaæfingar að hefjast
Skíðasvæðið í Tindastóli opnar föstudaginn 14. nóvember nk. og mun fyrsta æfinga vetrarins verða á laugardeginum 15. nóvember frá kl. 13-15. Sigurður Bjarni Rafnsson sér um skíðaæfingarnar og Ívar og Elí um brettaæfingar.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skíðadeild Tindastóls er öllum er frjálst að koma á tvær til þrjár æfingar til að prófa en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netföngin sbr@simnet.is og ivarornm@gmail.com.
Síðasta æfingin fyrir jól verður 21. desember og frí á milli jóla og nýárs. Byrjað verður aftur laugardaginn 3. janúar á fullum krafti og stefnt verður að því að vera með æfingar 3-5 sinnum í viku, en það verður auglýst nánar síðar.
Æfingagjöld fyrir áramót verða 3000 kr. á mánuði fyrir alla aldurshópa og eftir áramót verða gjöldin eftirfarandi.
- 4-11 ára 6000 kr. á mánuði
- 12 ára og eldri 9000 kr. á mánuði
Vetrarkort eru til sölu á skíðasvæðinu og þurfa allir að eiga lykilkort fyrir þau. En þau er einnig hægt að fá í afgreiðslunni. „En athugið að þessi verða á vetrarkortum gilda fram að áramótum. Eftir það hækkar verðskráin,“ segir loks í tilkynningunni.
- Börn 7-17 ára - 13.000 + 1.000 (lykilkort)
- Fullorðnir 18 ára og eldri - 22.000 + 1.000 (lykilkort)