Skíðasvæðið opnar í dag

Skíðasvæðið í Tindastól opnar í dag kl. 14 en á heimasíðu skíðadeildarinnar segjast starfsmenn skíðasvæðisins hlakka til að taka má móti skíðaiðkendum og munu gera það með bros á vör.

„Veðrið hefur ekki verið hagstætt undanfarna daga nema til snjóframleiðslu þannig að það eru alltaf einhverjir ljósir punktar í þessu nú vonum við að skíðavertíðin sé hafin og fólk geti skemmt sér á skíðum eins og tilefni stendur til,“ segir á vefnum.

 

 

Fleiri fréttir