Skíðasvæðið opnar í lok næstu viku

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Tindastóli föstudaginn 14. nóvember nk. ef veður leyfir. „Það lýtur ágætlega út með snjó og við vonumst til að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eins og við eigum skilið,“ segir á vefsíðu skíðadeildar Tindastóls.   

Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma og fer skíðasvæðið að verða klárt fyrir opnun. „Við munum hengja höldin á lyftuna í byrjun næstu viku og vinna í brekkunni þannig að þetta verði allt sem best, hugsanlega verður hægt að prófa eitthvað fyrr við sjáum til með það,“ segir á vefnum.

Til stendur að hafa opið frá kl. 14:00 – 19:00.

Fleiri fréttir