Skíði, skíði og skíði

Nú fer að styttast í páskahelgina og þá er tilvalið að fyrir fjölskyldur, nú eða einstæðinga, að skella sér á skíði á nýjasta skíðasvæði landsins, í Tindastól. Þar er páskadagskráin tilbúin og verður ansi heitt í kolunum í orðsins fyllstu merkingu.

Skíðasvæðið í Tindastól er fjölskylduvænt með endalausa möguleika en þar er töfrateppi, sem mætti kannski kalla smályftu fyrir byrjendur, neðri lyfta sem þjónað hefur skíðafóli í tvo áratugi, topp lyfta sú nýjasta á landinu og fjölbreyttar göngubrautir.

Opið í dymbilviku frá kl. 10:00 - 16:00 

Miðvikudagurinn 17. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæðið opið

Fimmtudagur 18. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæði opið
Kl. 11:30 - 14:00 Grillmeistarar skíðasvæðisins sjá um að grilla hamborgara

Föstudagur 19. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæði opið
Kl. 11:30 - 14:00 Grillmeistarar skíðasvæðisins sjá um að grilla hamborgara

Laugardagur 20. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæði opið
Kl. 11:30 - 14:00 Grillmeistarar skíðasvæðisins sjá um að grilla hamborgara
Kl. 13:30 - 16:00 Austurísk stemming í topp lyftu

Sunnudagur 21. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæði opið - furðufatadagur! Mættu í litríkum og skemmtilegum klæðnaði
Kl. 11:30 - 14:00 Grillmeistarar skíðasvæðisins sjá um að grilla hamborgara
Kl. 13:00 - 14:00 Páskaeggja ratleikur

Mánudagur 22. apríl
Kl. 10:00 - 16:00 Skíðasvæði opið
Kl. 11:30 - 14:00 Grillmeistarar skíðasvæðisins sjá um að grilla hamborgara
Kl. 13:00 Vígsla á nýju lyftunni 

#skitindastoll #skiiceland #skagafjordur

Afbragðsgott er að fylgjast með á Facebooksíðu skíðasvæðisins HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir