Fréttir

Skagamenn höfðu betur gegn Stólum í bikarnum

Lið Tindastóls fór á Skagann í dag og lék gegn heimamönnum í ÍA í 32 liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni og fóru leikar þannig að Skagamenn, sem eru með lið í Bestu deild karla, höfðu betur og enduðu þar með bikarævintýri Stólanna. Lokatölur þó aðeins 3-0.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmælið með kökuveislu af gamla skólanum

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur-Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað.
Meira

Gleðilegt sumar

„Það er komið sumar...“ sungu Mannakorn um árið og það á við í dag. Í það minnsta er sumardagurinn fyrsti í dag og þó það sé kannski ekki sami stemmari fyrir þessum degi á þessari öld og var á þeirri síðustu þá fylgir deginum oftar en ekki bjartsýni og ylur í hjarta – já, eiginlega sama hvernig viðrar.
Meira

Giggó-appið snýst um að bjarga sér | Spjallað við Kjartan Hall

Í janúar rak blaðamaður augun í nýtt app sem kallast Giggó sem er sett fram af Alfreð. Þar sem það var gamalkunnur Skagfirðingur út að austan, lista- og íslenskumaðurinn Kjartan Hallur frá Melstað í Óslandshlíðinni, sem kynnti þetta á Facebook, var að sjálfsögðu tilvalið að senda á hann nokkrar spurningar. Kjartan Hallur er í Alfreðs teyminu og segir starf sitt hjá Alfreð fyrst og fremst vera að ritstýra, semja texta og samræma skilaboð fyrir appið, heimasíðu og þjónustuvefi Alfreðs. „Og núna hefur Giggó-appið bæst við á verkefnalistann. Þar undir er heimasíða, bloggskrif og vinna í markaðssetningu á þessu nýja verkfæri fyrir íslenska gigg-hagkerfið,“ segir hann.
Meira

Rabb-a-babb 225: Atli Freyr

Atli Freyr Rafnsson frá Króknum fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og var það frekar strembin fæðing en útkoman svona ljómandi góð. Atli Freyr er fæddur árið 1997 eða um það leyti sem Tiger Woods vann sitt fyrsta Master mót og fyrsti þáttur af South Park fór í loftið.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Jón Oddur sigraði A-deild á lokamóti Kaffi Króks mótaraðarinnar

Lokamótið í Kaffi Króks mótaröðinni í pílu þetta vorið fór fram í gærkvöldi. Átján kempur mættu til leiks hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að þessu sinni og var keppt í þremur deildum. Sigurvegari í A deild var Jón Oddur Hjálmtýsson en í B deild var það Brynjar Snær Halldórsson sem sigraði. í C deildinni var það síðan Heiðar Örn Stefánsson sem stóð uppi sem sigurvegari.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira