Skógardagur Norðurlands á morgun

Skógardagur Norðurlands á morgunkógardagur Norðurlands verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, laugardag, í Kjarnaskógi á Akureyri. Að deginum standa Félag skógarbænda á Norðurlandi, Norðurlandsskógar, Skógfræðingafélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, og gróðrarstöðin Sólskógar.

Sýnt verður skógarhögg, tæki og vélar til skógarhöggs, rakin leiðin frá fræi til fullunninnar vöru, sýnd leiksýning, efnt til skákmóts, ratleiks og fleira og fleira.

Nánar upplýsingar um daginn má finna á vef Skógræktar ríkisins.

Fleiri fréttir