Skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 31. sinn laugardaginn 23. maí. Skólameistari, Jón F. Hjartarson, setti athöfnina og greindi frá fjölda nemenda og starfsmanna. Að þessu sinni brautskráðust 79 nemendur.
Í vetur hafa 500 nemendur stundað nám við skólann. Á haustönn voru þeir 445 og hættu 88 um áramótin en 55 nýir innrituðust og eru þeir þá 412 á þessari önn. Þessum 500 nemendum sinntu 63 starfsmenn á haustönn en 57 á vorönn.
Í kveðjuorðum skólameistara sagði hann meðal annars;
„Kæru nemendur, Ég ber í brjósti þá ósk ykkur til handa að lífhlaup ykkar verði að einhverju leyti leitin að ljósinu, að þekkingu og færni og sú leit verði samtvinnað af einhverju fögru og einhverju nytsamlegu öllum til heilla. Að það sem þið takið ykkur fyrir hendur í óráðinni framtíð feli í sér fegurð og nytsemd. Til var forn átrúnaður á guðdómleika alls þess sem alþýðan hefði gagn af. Ég trúi á framtíð ykkar og ómælanleg tækifæri ykkur til að láta gott af ykkur leiða, sjálfum ykkur til gæfu og gengis og alþýðu til gagns. Kæru nemendur, verið glaðir í leik og starfi.“
Að loknum kveðjuorðum skólameistara var skólanum slitið.
Að þessu sinni brautskráðust 79 nemendur, þar af 54 stúdentar, þrír af starfsbraut, fjórir iðnmeistarar, 10 húsasmiðir, þrír rafvirkjar og og fimm vélstjórar með vélstjórnarréttindi A.
Við brautskráninguna fengu eftirtaldir nemendur viðurkenningar:
- Bryndís Lilja Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku á stúdentsprófi málabrautar
- Bryndís Lilja Hallsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku á stúdentsprófi
- Davíð Örn Þorsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar og viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði á stúdentsprófi. Að lokum hlaut hann viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir ágætan námsárangur í þýsku á stúdentsprófi.
- Eva Pandóra Baldursdóttir hlaut viðurkenningu fyrir skörungsskap í forystu fyrir Nemandafélag FNV og ljúfmennsku, ábyrgðarkennd og glaðværð í allri sinni framgöngu á vettvangi skólastarfs
- Garðar Freyr Vilhjálmsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Lionsklúbbi Sauðárkróks úr Minningarsjóði Tómasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi
- Helgi Sæmundur Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir frumkvæði og framlag til fjörmikils tónlistarlífs skólans.
- Kristinn Björgvin Árdal hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku á stúdentsprófi
- Kristinn Ragnar Óskarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi.
- Sigrún Eva Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í íslensku á stúdentsprófi.
- Aðalheiður Bára Steinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir starfsnám á vinnustað, góða ástundun, vinnusemi og framfarir.
- Guðrún Anna Númadóttir hlaut viðurkenningu fyrir starfsnám á vinnustað, góða ástundun, vinnusemi og framfarir.
- Unnar Már Sveinsson hlaut viðurkenningu fyrir starfsnám á vinnustað, góða ástundun, vinnusemi og framfarir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.